Opnir dagar á næsta leiti

23.feb.2023

Í næstu viku verða opnir dagar hjá okkur í FAS. En þá eru bækurnar lagðar til hliðar í þrjá daga og nemendur fást við önnur verkefni. Opnum dögum lýkur svo með árshátíð sem verður fimmtudaginn 2. mars.

Nemendur í sviðslistum hafa síðustu daga búið til dans fyrir árshátíðina og í dag var komið að því að kenna öðrum að stíga dansinn. Þeir sem ekki komust geta horft á dansinn á þessu myndbroti og allir eru hvattir til þess að tileinka sér sporin svo hægt sé að dansa með á árshátiðinni.

Þá var kynning á þeim hópum sem munu verða starfandi á opnum dögum og nemendur gátu skráð sig í hóp eftir áhuga. Þeir sem eiga eftir að skrá sig í hóp er bent á að hafa samband við Herdísi. Ef nemandi er ekki búinn að skrá sig í hóp á morgun, föstudag mun hann verða skráður í hóp.

Aðrar fréttir

Útskriftarefni dimmitera

Útskriftarefni dimmitera

Það má segja að allt hafi verið á hvolfi í FAS í morgun. Ástæðan er sú að væntanleg útskriftarefni ákváðu að breyta hefðbundinni uppröðun í rýmum skólans og laga þar aðeins til. Þar var hugmyndflugið látið ráða og ekki verið að velta mikið hönnun innandyra fyrir sér....

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS fer fram laugardaginn 25. maí í Nýheimum. Athöfnin hefst að þessu sinni klukkan 12:30. Það verða útskrifaðir stúdentar og einnig nemendur úr fjallamennskunámi FAS. Allir eru velkomnir á meðan að húsrúm leyfir og við vonumst til að sjá sem...

Nýtt nemendaráð kynnt

Nýtt nemendaráð kynnt

Það er heldur betur farið að styttast í yfirstandandi skólaári og þá er ekki seinna að vænna en að fara að huga að næsta skólaári. Undanfarin ár hefur nemendaráð verið kynnt í lok skólaárs. Að þessu sinni kom eitt framboð og það því sjálfkjörið. Það eru þær Helga...